Knattspyrnufélag Fjallabyggðar - Logo

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur staðfest áframhaldandi uppbyggingu liðsins og tryggt sér krafta lykilleikmanna og þjálfara fyrir keppnistímabilið 2026, auk þess sem einn leikmaður framlengir út árið 2027. Um er að ræða blöndu af reynslu, rótgrónum tengslum við félagið og ungum leikmönnum sem þegar hafa sýnt að þeir eru tilbúnir í stærra hlutverk.

KF tryggir lykilmenn til næstu ára - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar

Hilmar Símonarson

Hilmar Símonarson hefur framlengt samning sinn út næsta keppnistímabil. Hann sneri aftur á völlinn síðasta sumar eftir hlé og sýndi strax að hæfileikarnir eru enn til staðar. Hilmar var einn af lykilmönnum liðsins á nýliðnu tímabili og á að baki 100 meistaraflokksleiki fyrir KF. Það ríkir mikil eftirvænting hjá stuðningsmönnum að sjá hann halda áfram að leiða liðið inn í nýtt ár.

KF tryggir lykilmenn til næstu ára - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar

Alex Helgi Óskarsson

Alex Helgi Óskarsson hefur skrifað undir framlengingu út keppnistímabilið 2027. Alex Helgi spilaði 21 leik í deild og bikar á síðasta ári og skoraði tvö mörk. Hann er fæddur árið 2007 og uppalinn hjá félaginu, og hefur með frammistöðu sinni sýnt að hann er þegar orðinn mikilvægur liðsmaður og efnilegur leikmaður til framtíðar.

KF tryggir lykilmenn til næstu ára - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar

Daniel Kristiansen

Daniel Kristiansen heldur áfram sem þjálfari liðsins út næsta tímabil. Daniel kom til KF frá Danmörku árið 2022 og hefur leikið 72 leiki fyrir félagið. Hann tók við þjálfun liðsins síðasta sumar samhliða því að spila 18 leiki. Nú hefur hann ákveðið að leggja skóna á hilluna og einbeita sér alfarið að þjálfun. Félagið þakkar Daniel fyrir framlag hans á vellinum og hlakkar til að fylgjast með honum leiða liðið af hliðarlínunni.

KF tryggir lykilmenn til næstu ára - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar

Jakob Auðun Sindrason

Jakob Auðun Sindrason hefur skrifað undir áframhaldandi samning við KF út næsta tímabil. Jakob hefur leikið allan sinn feril með KF og á að baki 154 leiki í meistaraflokki þar sem hann hefur skorað tíu mörk. Hann er sterkur heimamaður og mikil ánægja er meðal félagsmanna að tryggja framhald hans með liðinu.

KF tryggir lykilmenn til næstu ára - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar

Marinó Snær Birgisson

Marinó Snær Birgisson hefur framlengt samning sinn til tveggja ára og verður hjá félaginu út 2027. Marinó þykir flestum kunnugur en hann hefur verið einn lykilleikmanna KF undanfarin ár. Hann spilaði sína fyrstu leiki fyrir félagið árið 2018 og hefur verið fastur liðsmaður frá árinu 2020. Marinó hefur leikið 125 leiki fyrir KF og skorað 19 mörk.

KF tryggir lykilmenn til næstu ára - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar

Chad Henry Smith

Chad Henry Smith hefur skrifað undir nýjan samning út árið 2026. Chad kom til KF fyrir síðasta tímabil og var meðal bestu markmanna deildarinnar. Félagið býður hann hjartanlega velkominn aftur og hlakkar til að sjá hann verja markið á nýju ári.

Samningarnir marka áframhaldandi uppbyggingu hjá KF og sýna skýra framtíðarsýn félagsins. Stuðningsmenn geta því farið að hlakka til spennandi tímabils með sterkum kjarna leikmanna og þjálfara sem eru tilbúnir í næsta skref.

Myndir: facebook / Knattspyrnufélag Fjallabyggðar