Fjórtánda umferð fer af stað hjá KF í dag, laugardaginn 27. júlí, klukkan 15:00, þegar þeir keppa á móti Knattspyrnufélagi Hlíðarenda á Hlíðarenda.
KF er taplaust í síðustu fjórum leikjum með 3 sigra og eitt jafntefli og er liðið í 2. sæti deildarinnar með 29 stig.
Með sigri gegn KH kemst liðið 4 stigum frá Vængjum Júpíters sem eru í 3. sæti og búnir með sinn leik í 14. umferð þar sem þeir töpuðu gegn toppliðinu Kórdrengjum.
Mynd: Guðný Ágústsdóttir