Siglfirðingur.is birti eftirfarandi frétt.
Á laugardag, 21. mars, ritaði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, samstarfsfólki sínu bréf þar sem hún kynnti verkefni sem nokkrir prestar hafa undirbúið. Um er að ræða bænastund í kirkjum landsins kl. 12.00 á hádegi hvern dag meðan á samkomubanni stendur. Kirkjuklukkum verður samhringt á hádegi í þrjár mínútur á undan.
Biskup sendi jafnframt með í bréfi sínu helgihaldsform fyrir þessa bænastund sem má notast við í heild eða að hluta. Sjá nánar hér.
Á Siglufirði hefst þessi stund í dag og verður til skiptis í umsjá sóknarprests og Önnu Huldu Júlíusdóttur djákna og e.t.v. fleiri, en ekki er gert ráð fyrir beinni þátttöku safnaðarins. Bænastundin er með öðrum orðum lokuð öðrum en þeim sem hana annast.
Vilji fólk senda inn bænarefni er það velkomið. Á móti þeim verður tekið í síma 899-0278 og á sae@sae.is (Sigurður) og 868-4936 (Anna Hulda) og annah.jul@gmail.com.