Kjörskrár í Fjallabyggð vegna Alþingiskosninga þann 25. september 2021 munu liggja frammi frá 13. september nk. til sýnis í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, á auglýstum opnunartíma skrifstofu virka daga fram til 25. september.
Kjósendum er einnig bent á vefinn Þjóðskrá en þar má m.a. finna hvar kjósendur eru á kjörskrá. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til bæjarráðs Fjallabyggðar.
Kjörskrá var lögð fram á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar miðvikudaginn 8. september sl. Á kjörskrá í Fjallabyggð eru 1530. Á Siglufirði eru 937 á kjörskrá og í Ólafsfirði 593.
Allt sem sérstaklega varðar alþingiskosningar 25. september 2021 er að finna hér.
Hér er einnig hægt að nálgast upplýsingar um kosningar til Alþingis og auðlesið efni þar um. Upplýsingar um kosningar er einnig hægt að nálgast á vefsíðu Alþingis, sjá eftirfarandi slóð: https://www.althingi.is/tilkynningar/nytt-efni-um-kosningar-og-kosningaurslit-a-vef-althingis og hjá landskjörstjórn, sjá eftirfarandi slóð: https://www.landskjor.is/.