Auglýsing um kjörfund í Húnaþingi vestra vegna kjörs til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

Kjörstaður í Húnaþingi vestra verður í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00. Gengið er inn um aðaldyr.

Skylt er að framvísa skilríkjum sé þess óskað.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á bóka- og skjalasafni Húnaþings vestra að Höfðabraut 6 fram að kjördegi.

Kjörskrá Húnaþings vestra liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga á afgreiðslutíma til kjördags.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en þriðjudaginn 21. september 2021 kl. 16:00.

Kosið verður á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra innan umdæmisins í vikunni fyrir kjördag, nánar auglýst síðar á hverjum stað.

Kjörstjórn Húnaþings vestra.