Kjúklinga Pad Thai
- 280 g hrísgrjónanúðlur (Thai rice noodles)
- 500 g kjúklingabringur, skornar í strimla
- 2 msk grænmetisolía
- 1/4 bolli púðursykur
- 1/4 bolli sojasósa
- 2 msk hrísgrjónaedik (rice vinegar)
- 1 msk ferskur limesafi
- 1 msk fiskisósa (fish sauce)
- 1 rauð paprika, skorinn í þunna strimla
- 1 1/2 bolli gulrætur, skornar í strimla á stærð við eldspítur
- 2 hvítlauksrif
- 4 vorlaukar, hvíti hlutinn er fínhakkaður og græni hlutinn skorinn í sneiðar
- 2 bollar baunaspírur (ég var með eina dós af niðursoðnum)
- 3 stór egg
- 1/2 bolli salthnetur, hakkaðar gróflega
- 1/3 bolli kóriander, hakkað
Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka (passið að sjóða þær ekki of lengi og kælið þær um leið og þær koma úr pottinum).
Hrærið saman púðursykri, sojasósu, hrísgrjónaediki, limesafa og fiskisósu. Setjið til hliðar.
Hitið olíu á pönnu yfir miðlungsháum hita og steikið kjúklinginn þar til hann er fulleldaður (það tekur um 4-6 mínútur). Takið kjúklinginn af pönnunni. Setjið papriku og gulrætur á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur, bætið þá hvítlauk, vorlauk og baunaspírum á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur til viðbótar. Ýtið grænmetinu til hliðar á pönnunni og brjótið eggin í miðjuna. Hrærið í eggjunum þar til þau eru fullelduð. Bætið kjúklingi, núðlum og sósu á pönnuna og blandið öllu vel saman. Steikið saman í 1-2 mínútur. Stráið fersku kóriander og salthnetum yfir og berið fram.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit