Kjúklingur í ostrusósu (uppskriftin passar fyrir 4-6)
- 800 g úrbeinuð kjúklingalæri
- 1 brokkólíhaus
- 2 gulrætur
- 1/2 stór púrrulaukur
- 1 rauð paprika
- 2 hvítlauksrif
- 1 lítil flaska af ostrusósu (ég notaði frá Blue Dragon, í henni eru 150 ml)
- 1 ½ dl vatn
- 3 msk púðursykur
- salt og pipar (ef þið teljið þörf á, smakkið fyrst)
- um 200 g kasjúhnetur (saltaðar)
Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr olíu á pönnu. Skerið brokkólí, gulrætur, papriku, púrrlauk í bita og fínhakkið hvítlaukinn. Bætið þessu á pönnuna og steikið áfram. Hrærið saman ostrusósu, vatni og púðursykri og hellið yfir. Látið sjóða í 7-8 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað aðeins og kjúklingurinn er fulleldaður. Smakkið til með salti og pipar. Stráið kasjúhnetum yfir og berið fram (eða berið hneturnar fram í sér skál).


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit