Dymbilvikan og páskahelgin fóru vel fram í Skarðsdal, skíðasvæði Siglufjarðar.

Fram undan er vor-opnun:

miðvikudaginn 24. apríl kl 13-18,
sumardaginn fyrsta 25. apríl kl 10-16,
föstudaginn 26. apríl kl 13-18,
laugardaginn 27. apríl kl 10-16 og
sunnudaginn 28. apríl kl 10-16.

Síðasti dagur þetta vorið verður laugardagurinn 4. maí – Skarðsrennsli.

Aðstæður eru þannig að það er mikið vorfæri, mjög mjúkt, gott færi fyrir bretti og breið og góð skíði.

 

Sjá einnig: skardsdalur.is