Rétt um kl.22.00 í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning þess efnis að umferðarslys hefði orðið á þjóðvegi 1 um Langadal.

Björgunarlið fór þegar á vettvang. Þarna hafði bifreið á suðurleið lent utan vegar og oltið margar veltur. Einn maður var í bílnum. Reyndist hann alvarlega slasaður og báru lífgunartilraunir ekki árángur. Var ökumaður úrskurðaður látinn á vettvangi.

Ökumaðurinn er með erlent rikisfang. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Vegna vettvangsrannsókna verður þjóðvegur 1 lokaður í nokkurn tíma upp úr kl.10.00.

Vegfarendum er bent á hjáleiðir um Svínvetningabraut og Skagastrandarveg og Þverárfjallsveg til Sauðárkróks.