Sjö manna hópur úr Menntaskólanum á Tröllaskaga dvelur þessa viku í góðu yfirlæti í Istanbúl. Tilgangur ferðarinnar er að heimsækja Ömer Cam drengjaskólann í Asíuhluta borgarinnar.

Einnig hefur hópurinn farið í skoðunarferðir, m.a. í gömlu Istanbúl og til borgarinnar Bursa í Anatólíu.

Í dag verður siglt um Bosporussundið milli Marmarahafs og Svartahafs og á laugardag heldur hópurinn heim með nýja reynslu í farteskinu.

Sjá: Myndir