Sunnudaginn 13. júlí s.l. var hin árlega sumarmessa haldin í Knappsstaðakirkju, elstu timburkirkju landsins í Stíflunni í Fljótum Skagafirði.

Séra Halla Rut Stefánsdóttir annaðist messuna en undir lék Rögnvaldur Valbergsson.

Að venju fjölmenntu Fljótamenn og aðrir velunnarar kirkjunnar í messu, sumir komu á fákum sínum en aðrir sigldu yfir Stífluvatn á bát þó flestir hafi nú ekið til messu.

Þetta er ein af þeim hefðum sem við í Fljótum höldum fast í segir Halldór Gunnar Hálfdansson og að venju var drukkið kaffi að lokinni messu í kirkjugarðinum.

Myndir/Halldór Gunnar Hálfdansson