Á hinni áhugaverðu síðu Fjárfrelsi má líta ansi skemmtilega uppskrift af poppkorni milljónamæringa.

“Hér er uppskrift að gómsætu poppi sem milljónamæringar borða. Ég ætti að vita það, ég er milljónamæringur og fann upp á þessu poppi alveg sjálfur. Og ég ætla að gefa þér uppskriftina alveg frítt.

Þetta popp er svo gott. Ekki nóg með það, heldur notum við ekkert salt og enga olíu. Þetta er því frekar hitaeiningasnautt kvöldsnarl. Þar að auki er það líka mjög ódýrt! Að borða ódýrt popp er eitt af mörgu sem hjálpar þér að verða milljónamæringur!

Það sem þú þarft er:

  1. Poppvél
  2. Poppmaís
  3. Kókosflögur
  4. Gervisætu

Þegar þú hefur loftpoppað maísinn spreyjar þú gervisætu nokkrum sinnum yfir poppkornið. Ég nota Perfect Sød gervisætu (499kr fyrir 250ml) sem gefur gott bragð:

.

Næst sáldrar þú kókosflögum (459kr fyrir 250gr) yfir poppkornið og hristir skálina aðeins.

.

Einfalt, fljótlegt, ódýrt, bragðgott. Ekkert salt, enginn sykur, engin olía. Skoðum nú verð á þessu heimagerða kókospoppi og svo hefðbundnara tilbúnu sjoppupoppi.

Kókospopp verð á 125gr:

.

  • 75 gr poppmaís: 40,5kr
  • 50 gr kókosflögur: 91,8kr
  • 5 ml gervisæta: 9,18kr
    • Samtals: 141,48kr 

Stjöörnupopp verð 125 gr.

.