Á Norðurlandi er leiðindaveður og eru lokanir á vegum allnokkrar.

Siglufjarðarvegur hefur verið ófær frá 19. desember, Öxnadalsheiði hefur verið lokuð frá 21. desember og Ólafsfjarðarmúla var lokað í gær vegna snjóflóðahættu.

Þæfingsfærð og sóthríð er á Vatnsskarði. Vegurinn um Ljósavatnsskarð er lokaður og verður staðan tekinn aftur kl 12.00.

Þverárfjall er lokað vegna veðurs.

Einnig er vegurinn um Víkurskarð lokaður.


Skjáskot: Vegagerðin