Undanfarin ár hefur alloft komið til þess að brunnar yfirfyllast í vatnsveðrum í Fjallabyggð.

Um síðustu helgi þurftu slökkvilið og bæjarstarfsmenn að dæla enn einu sinni úr fráveitubrunnum til að varna skemmdum á mannvirkjum.

Á 661 fundi bæjarráðs var lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 20.07.2020 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að kaupa tvær yfirfallsdælur í fráveitubrunna á Siglufirði. Áætlaður kostnaður er 9 mkr.

Bæjarráð samþykkir kaup á tveimur dælum og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

Forsíðumynd/Guðmundur Ingi Bjarnason