Það er ljóst að fyrirhuguð nýbygging Samkaupsbúðar í miðbæ Siglufjarðar hefur vakið talsverða athygli og umræðu í samfélaginu.

Af nítján innsendum athugasemdum á skipulagsgáttinni virðast flestar vera neikvæðar, þar sem andmælin byggja á málefnalegum sjónarmiðum er lúta að umhverfisáhrifum, öryggismálum, fjármálum og varðveislu menningarlegra sérkenna bæjarins.

Einnig hefur það vakið athygli hversu illa hefur verið staðið að því að auglýsa aðgengi íbúa að umsögnum á vefsíðu sveitarfélagsins. Eina fréttin sem hefur verið birt á vefsíðu Fjallabyggðar var 13. nóvember undir fyrirsögninni, Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð.

Hér er slóð á umsagnir á skipulagsgáttinni:

Skoða/skrifa umsagnir: HÉR

Opið verður fyrir umsagnir til 2. janúar 2025.

Umsagnir Siglfirðinga varðandi byggingu Samkaupa á Siglufirði
Líflegar umræður á íbúafundi vegna áforma Samkaupa á Siglufirði
Ágreiningur Selvíkur og Fjallabyggðar vegna áforma Samkaupa
Kalla eftir svörum frá Samkaupum
Mótmæla uppbyggingu Samkaupa í miðbæ Siglufjarðar
Vilja byggja verslunarmiðstöð á tjaldsvæðinu Siglufirði

Myndir/úr umsögn Selvíkur ehf