Vorboðakórinn, kór eldri borgara í Fjallabyggð, hefur æfingar á nýju ári og hefst kórstarfið á næstu dögum.
Æfingar verða til skiptis í Skálarhlíð og í húsi eldri borgara í Ólafsfirði. Fyrsta æfingin fer fram í Ólafsfirði miðvikudaginn 14. janúar næstkomandi og hefst klukkan 16:00.
Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir til liðs við kórinn. Áhugasamir geta haft samband við Brynhildi Bjarkadóttur, Pálínu Pálsdóttur eða Sturlaug Kristjánsson, kórstjóra.
Vorboðakórinn. Mynd/aðsend



