
Ítali greindist jákvæður með kórónaveiruna, 2019-nCoV á Tenerife þar sem fjölmargir Íslendingar dvelja.
Vefmiðillinn La Provincia greindi frá því fyrir skömmu að Ítalskur læknir sem staddur er í fríi hafi greinst með veiruna, maðurinn er í einangrun á sjúkrastofnun í Adeje.
Tvo kórónuveru tilfelli hafa áður greinst á Spáni. Veiran greindist í þýskum ferðamanni á ferðamannaeyjunni La Gomera sem tilheyrir Kanaríeyjaklasanum og er vinsæll áfangastaður ferðamanna sem heimsækja Tenerife. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hitt tilfellir greindist á Mallorca og var það einnig Þjóðverji.

Fréttin hefur verið uppfærð.