Tónlistarhátíðin Berjadagar hófst í gær fimmtudaginn 1. ágúst í Ólafsfirði. Hátíðin er haldin í tuttugasta og fyrsta sinn og hófst með kraftmiklu upphafskvöldi.
Kvöldið hófst með íslenskum þjóðlögum og hljóðfæraslætti Spilmanna Ríkínís í Ólafsfjarðarkirkju. Því næst röltu gestir yfir í hljómleikasal Menningarhússins þar sem haldið var áfram inn í norðlenska nótt með heimamönnunum Guito og Rodrigo sem leiða brasilíska hljómsveit Berjadaga.

Mynd/Guðný Ágústsdóttir

Mynd/Guðný Ágústsdóttir
Hljómsveitin Brasilískt er skipuð þeim Femke Smit frá Hollandi, Rodrigo Guito Thomas, Rodrigo Lopes og Stefáni Daða Ingólfssyni. Fjölmenni var á konsertinum og var flytjendum vel fagnað í lokin enda eru þeir tónlistarmenn í fremstu röð og mikill fengur fyrir tónlistarlífið í Fjallabyggð af þeim Guito og Rodrigo.

Mynd/Björn Valdimarsson

Mynd/Björn Valdimarsson
Myndir: Björn Valdimarsson og Guðný Ágústsdóttir