Mjög góður fundur á vegum Markaðsstofu Ólafsfjarðar var í gær, með “agentum” frá Bandaríkjunum og Iceland Travel, sem fór fram á Kaffi Klöru.

Einnig voru mættir fulltrúar nokkurra fyrirtæki í Ólafsfirði sem bjóða upp á afþreyingu, svo sem Troll Hiking, Amazing Mountains, Hótel Brimnes, Gallerí Ugla, Fairytales at Sea, Húllandúllan, Kaffi Klara og Gistihús Jóa, og North Experience.

Eftir stutta kynningu á posthúsinu gamla sem Kafffi Klara er staðett í, sögu hússins og því sem þar fer fram, tók Bjarney Lea við og fór yfir afþreyingarpakka sem hún hefur verið að púsla saman. Þar fléttast saman náttúra og menning, matreiðsla og gönguferðir, fossar og “jetski”, hestaferðir og gisting, sirkus og spa, skíðaferðir og gisting í snjónum, sjósund undir handleiðslu, prjónanámskeið, “elda og smakka menninguna”, menningargönguferð, Múlaganga, svo dæmi séu tekin.

Síðan var kynning aðila Markaðsstofu Ólafsfjarðar og fengu gestirnir tækifæri til að leggja fyrir þá spurningar.

Það fór ekki á milli mála að fólk var mjög hrifið og var ánægjulegt að sjá að samstaðan og samvinnan er sannarlega að skila sér til þeirra og bæði íslenskir og erlendir gestir hrósuðu Markaðsstofunni fyrir framtakið, fyrir skipulagið sem reyndist hitta beint í mark og er núna að mestu tilbúið í sölu.

 

Heimild og myndir: Facebooksíða Markaðsstofu Ólafsfjarðar