Fljótamaðurinn Halldór Gunnar Hálfdánarson bóndi á Molastöðum í Fljótum var á ferðinni í Skeiðsdal í Austur-Fljótum á laugardaginn 12. október síðastliðinn.
Var hann þar á ferðinni með dróna sem fimm bændur eiga og nota við allskonar viðvik, í þetta sinn við eftirleit á sauðfé. Hægt er að festa hitamyndavél á drónann, einnig er notuð loftvarnarflauta til að reka féð.
Í þetta sinn fann hann engar eftirlegukindur en þess í stað náði hann þessum fallegu myndum sem sýna að vetur konungur er farinn að minna á sig.

Austur Fljót

Austur Fljót

Austur Fljót

Austur Fljót
Myndir: Halldór Gunnar Hálfdánarson