Lið Grunnskóla Húnaþings vestra náði 4. sæti í aðalkeppni Skólahreysti sem haldin var 8. maí sl.

Eins og sjá má á skilti sem liðið sýndi í inngangs atriði sínu, er hinn illræmdi Vatnsnesvegur mörgum íbúum Hún. vest. mjög hugleikinn, ekki síður ungum en þeim eldri. Vegurinn hefur lengi verið til umræðu vegna þess hve hægt gengur að fá hann endurbyggðan fyrir þá umferð sem um hann fer nú orðið.

 

Úrslitin í Skólahreysti voru þessi :

Skóli – stig

Lindaskóli – 56
Holtaskóli – 55
Heiðarskóli – 53
Gr Húnaþings vestra – 48
Gr Reyðarfjarðar – 46
Brekkuskóli – 39
Hvolsskóli – 39
Varmahlíðarskóli – 37
Laugalækjarskóli – 36
Flóaskóli – 24
Gr á Ísafirði – 24
Foldaskóli – 13

 

Sjá hér eldri fréttir af Vatnsnesveginum.