Fimmtudagskvöldið 6. desember var kveikt á jólatrénu sem rótarýklúbburinn setti upp samkvæmt hefð í kirkjugarðinum í Ólafsfirði.
Samhliða var svo kveikt á leiðiskrossunum sem klúbburinn hefur umsjón með.
Þetta er hátíðleg stund sem fjöldi bæjarbúa sækir jafnan og var þar engin undantekning á í þetta sinn.
Ave Kara settur forseti klúbbsins og stjórnandi kirkjukórsins setti athöfnina og því næst söng kirkjukórinn. Sóknarpresturinn, séra Sigríður Munda flutti stutta hugvekju og hún ásamt þremur félögum úr klúbbnum lásu úr ritningunni.
Kirkjukórinn söng í lok þessar fallegu athafnar.
Hér að neðan eru skemmtilegar myndir sem K. Haraldur Gunnlaugsson tók frá því rótarýfélagar söguðu jólatréð niður og þar til búið var að tendra á því ljósin við hátíðlega athöfn í kirkjugarðinum.
Texti: K. Haraldur Gunnlaugsson/Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: K.Haraldur Gunnlaugsson