Al­gengt er að fólk stundi kyn­líf á kvöld­in en svo eru sum­ir sem vakna ekki al­menni­lega fyrr en eft­ir einn stutt­an. Besti kyn­lífs­tím­inn fyr­ir gagn­kyn­hneigð pör er þó hvorki á kvöld­in né á morgn­ana held­ur klukk­an þrjú á dag­inn.

Þess­ar mik­il­vægu upp­lýs­ing­ar koma fram á vef Women’s Health en horm­óna­sér­fræðing­ur fær­ir rök fyr­ir því af hverju kaffi­tím­inn er sá hent­ug­asti. Karl­menn eru lík­legri til að standa sig lík­am­lega bet­ur í rúm­inu fyr­ir há­degi vegna testó­steróns. Hins veg­ar hækk­ar estrógenið seinna um dag­inn sem ger­ir þá betri til­finn­inga­lega séð.

Seinni hlut­inn er líka hent­ug­ur út frá lík­ams­starf­semi kon­unn­ar, nán­ar til­tekið tíu dög­um eft­ir egg­los. Ef fólk stund­ar bara kyn­líf einu sinni í mánuði ætti það sam­kvæmt sér­fræðingn­um að gera það það klukk­an þrjú tíu dög­um eft­ir egg­los kon­unn­ar.

Af mbl.is/smartland