Diljá Helgadóttir skipar 6. sæti H-Listans í Fjallabyggð.
“Ég heiti Diljá Helgadóttir, ég er fertug og bý í Ólafsveginum í Ólafsfirði ásamt eiginmanni mínum Helga Reyni Árnasyni og þremur börnum okkar Ronju 18 ára, Árna 12 ára og Úlfi 10 ára. Ég er dóttir Helga Ástvaldssonar og Helgu Kristinsdóttur.
Ég er líftæknifræðingur frá Háskólanum á Akureyri og bætti við mig kennsluréttindum síðasta vor og starfa nú sem framhaldsskólakennari í Menntaskólanum á Tröllaskaga, Einnig kenni ég fólki listir skíðagöngunnar á vegum Skíðafélags Ólafsfjarðar og Bændaferða.
Áhugamálin mín eru útivist, hreyfing og samvera með fjölskyldu og vinum, og finnst mér að bæta megi aðstöðu og umgjörð til útivistar iðkunnar til muna í Fjallabyggð. Lítum okkur nærri og þá sjáum við að sveitarfélög í kringum okkur eru í mikilli uppbyggingu hjóla og göngustíga innan sem utan bæjarmarka, sannarlega heilsueflandi það. Ég vil beita mér fyrir slíkri uppbyggingu og einnig að koma upp styrktar tækjum við slíka stíga og hér og hvar innan bæjanna, sem fólk getur nýtt sér til heilsubótar og ánægju, hvort sem er ungir eða aldnir.
Mér er umhugað um að bæta jöfnuð barna með því að styðja við barnafjölskyldur, meðal annars með gjaldfrjálsum grunnskóla.
Setjum x við H!
Diljá Helgadóttir
H-Listinn—fyrir heildina”.