Viktor Freyr Elísson er 32 ára Ólafsfirðingur. Hann er í sambúð með Örnu Marín Sigurlaugsdóttur og saman eiga þau þrjú börn, Eiður Darri 7 ára, Unnur Alexa 1 árs og Ýmir 4 mánaða.

Viktor útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2016 og svo með mastersgráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019. Viktor starfar í fjarvinnu frá Ólafsfirði sem sérfræðingur á fjármálasviði hjá Félagsbústöðum. Félagsbústaðir er stærsta leigufyrirtæki landsins á fasteignamarkaði og er í eigu Reykjavíkurborgar.

Viktor hefur mikinn áhuga á útiveru með fjölskyldunni og heilsurækt. Viktor er einn af stofnendum og stjórnendum Sápuboltans á Ólafsfirði og er það honum mikilvægt að viðhalda og bæta menningarlíf í Fjallabyggð.

Helstu áherslumál:
– Gera Fjallabyggð að álitlegum kosti fyrir fjölskyldufólk til að flytja til með því að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu á fjölskylduvænu samfélagi.
– Leita að möguleikum til bættra almennings samgangna á milli bæjarkjarna.
– Styðja við nýsköpun og bæta fjölbreytt atvinnulíf í Fjallabyggð.
– Tryggja örugga fjármálastjórnun Fjallabyggðar og leita leiða til að bæta rekstur enn frekar.