Fólkið á Norðurlandi vestra

eru hlaðvarpsþættir (e. podcast) sem SSNV stendur fyrir, þar sem rætt er við einstaklinga í landshlutanum sem eru að sýsla við áhugaverða hluti á hinum ýmsu sviðum.

Í dag birtist nýtt viðtal í þessari seríu, og er nýtt viðtal birt vikulega á miðvikudögum.

FM Trölli sendir viðtölin út að kvöldi birtingardags, þannig að viðtal vikunnar verður á dagskrá FM Trölla í kvöld kl. 21. Viðtölin eru u.þ.b. 20 – 30 mínútur að lengd og að þessu sinni ræðir Unnur Valborg Hilmarsdóttir við Þórhildi M. Jónsdóttur matreiðslumeistara.

Í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd hefur verið komið upp vottuðu vinnslurými fyrir smáframleiðendur sem vilja vinna framleiðsluvörur sínar sjálfir.

Þar ræður ríkjum Þórhildur M. Jónsdóttir matreiðslumeistari og aðstoðar hún viðskiptavini við vöruþróun og framleiðslu. Hún framleiðir líka sjálf gómsæta heitreykta bleikju.

Hér eru þrjár leiðir til að sækja “podcast-ið” í mismunandi tækum. Einnig má hlusta á vefnum með því að smella hér.

feed.podbean.com/ssnv/feed.xml     feed.podbean.com/ssnv/feed.xml     feed.podbean.com/ssnv/feed.xml