Í síðustu viku hefur Slökkvilið Fjallabyggðar sinnt eldvarnareftirliti í Héðinsfjarðargöngum.

Slíkt eftirlit er umfangsmikið og tímafrekt en allur neyðar- og öryggisbúnaður er þá tekinn til skoðunar og prófaður. Úr eftirlitinu er svo unnin skýrsla sem send er til eiganda samgöngumannvirkisins þar sem krafist er úrbóta þar sem þarf.

Á síðastliðnu ári hafa öll jarðgöng á Tröllaskaga verið tekin út. Þar að auki hefur eldvarnareftirlit slökkviliðs sinnt á sjöunda tug verkefna þar sem fyrirtæki og stofnanir í Fjallabyggð hafa verið heimsótt og eldvarnir teknar út.