Starfsfólk og íbúar á Hornbrekku fengu í gær kynningu á mikilvægi brunavarna, handslökkvitækja og eldvarnarteppa.

Kynning var haldin í þremur lotum svo sem flestir gætu mætt. Einnig var farið yfir gildi rýmingaráætlunar og mikilvægi brunaviðvörunarkerfis.

Þörf umræða skapaðist þar sem rætt var um alla mögulega og ómögulegar aðstæður sem geti skapast. Starfsfólk fékk einnig að meðhöndla slökkvitæki og eldvarnarteppi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá Slökkviliði Fjallabyggðar.