Þann 7. september fengu nemendur við Grunnskóla Fjallabyggðar við Tjarnarstíg góða heimsókn en Lalli töframaður kom og skemmti nemendum við góðar undirtektir.
Heimsóknin var hluti af verkefninu List fyrir alla sem hefur það að markmiði sínu að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Hér má sjá fleiri myndir frá heimsókninni.
Forsíðumynd/ Grunnskóli Fjallabyggðar