Á 265. fundi skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar var lagt fram erindi Sigurðar Ægissonar, dagsett 28. janúar 2021 þar sem óskað er eftir því að nefndin hlutist til um að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu á varp- og ungatímum fugla, frá 1. maí til 15. júlí.
Nefndin hefur oft rætt þetta mál og leggur það til að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu á tímabilinu 1. maí til 15. júlí.
Tæknideild falið að breyta samþykkt um kattahald í Fjallabyggð í samræmi við ofangreinda bókun og leggja fram á næsta fund nefndarinnar.
Árið 2020 voru alls 34 kettir skráðir í Fjallabyggð, 25 á Siglufirði og 9 í Ólafsfirði.
Hægt er að skoða nánar samþykktir um kattahald í Fjallabyggð: HÉR
Einnig var lagt fram erindi Sigurðar Ægissonar þar sem spurt er hvernig málum sé háttað á Siglufirði varðandi eyðingu bjartmáfs, hvítmáfs, silfurmáfs og svartbaks.
Við mikinn ágang máfa í sveitarfélaginu er fengin til skytta sem hefur það verkefni að fækka vargfugli. Er þetta gert c.a. 3-4 sinnum á ári, fer þó eftir ágangi. Ekki er verið að skjóta friðaða fugla.