Laust er til umsóknar starf hjá félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar.
Um er að ræða 50% starfshlutfall við að aðstoða fatlaða einstaklinga í vinnu (AMS). Um er að ræða fjölbreytt starf við hin ýmsu verkefni, ásamt því að leiðbeina og hjálpa viðkomandi við verkefnin.
Hæfniskröfur eru að sýna frumkvæði í starfi og geta unnið sjálfstætt, vera sveigjanlegur og hugmyndaríkur væri kostur, sýna ábyrgð, hlýlegt viðmót, jákvæðni og umhyggju. Vinnutími er frá kl 8-12 alla virka daga og laun eru samkvæmt kjarasamningi á milli Launanefndar sveitafélaga og Kjalar.
Umsóknarfrestur er til 25. september 2019.
Umsóknir skal senda á netfangið tota@dalvikurbyggd.is
Upplýsingar um starfið fást hjá Þórhöllu (Tótu) þroskaþjálfa hjá félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar í síma 460-4900.