• 2 laxaflök (1,6 – 2 kg)
  • safi úr 2-3 sítrónum
  • paprikuduft
  • salt
  • pipar
  • 1 stór krukka sweet mango chutney
  • 1 lítil krukka mango chutney
  • 300 gr grófsaxaðar pistasíuhnetukjarna

Leggið flökin á álpappír og kreistið sítrónurnar yfir þau. Kryddið með paprikudufti, salti og pipar. Hrærið saman sweet mango chutney og mango chutney og smyrjið því á flökin. Að síðustu er hnetukjörnum dreift yfir.

Bakið í 200 gr. heitum ofni í 15-20 mínútur (eftir stærð laxaflakanna). Stillið ofninn á grill síðustu 2-3 mínúturnar og fylgist vel með því að hneturnar brenni ekki. Einnig má elda laxinn á útigrilli.

 

Steinseljukartöflur

Steinseljukartöflur

  • 2-3 msk. smjör
  • 1 kg forsoðnar kartöflur
  • salt
  • pipar
  • 2 bollar söxuð steinselja

Bræðið smjör á pönnu og setjið kartöflurnar á pönnuna. Kryddið með salti og pipar. Blandið steinseljunni saman við rétt áður en kartöflurnar eru bornar fram.

Með þessu var borið fram einfalt salat; spínat, klettasalatsblanda, fræhreinsuð agúrka og fetaostur.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit