Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar lagði til á 74. fundi sínum að Trilludögum sem haldnir hafa verið á Siglufirði verði aflýst í ár, þar sem mikil óvissa er um gildandi sóttvarnarreglur.

Nefndin telur ekki raunhæft að halda Trilludaga í júlí 2021 með því sniði sem þeir hafa verið haldnir áður. Mikið er um sameiginlega snertifleti og mannþröng í bátum og á hátíðarsvæðinu.

Trilludögum var einnig aflýst árið 2020 vegna COVID-19.

Mynd/Jón Steinar Sæmundsson