Á mánudaginn, 8. júní næstkomandi hefst leiklistarnámskeið á Siglufirði fyrir börn, leiðbeinandi námskeiðsins verður Halldóra Guðjónsdóttir.
Halldóra segir að markmið námskeiðsins verði að hafa gaman og allir krakkarnir taki virkan þátt. Við vinnum með skapandi aðferðir, spuna, framkomu, leikgleði, samvinnu og leiktækni. Þetta verður létt og skemmtilegt og allir velkomnir.
Halldóra Guðjónsdóttir lauk námi við leiklistarskóla í Los Angeles og hefur unnið mikið með krökkum. Hefur hún haldið leiklistarnámskeið bæði í skólum og á unglingalandsmótum, framleiddi stuttmyndina Teiknimyndir sem er forvarnarverkefni gegn einelti og var unnin með unglingum frá Hvammstanga.
Núna vinnur Halldóra að einleik sem mun fjalla um síldarstúlkurnar frá Siglufirði. Með henni er Andrea Elín Vilhjálmsdóttir leikstjóri, þær tvær eiga það sameiginlegt að ömmur þeirra unnu báðar í síldinni. Með þeim í verkefninu verður einnig Margrét Arnardóttir harmónikuleikari.
Aldur:
1. & 2. bekkur eru frá kl. 10:00 – 12:00 alla daga frá og með 08.06 – 12.06
3. – 6. bekkur eru frá kl. 10:00 – 12:00 22.06 – 26.06
Mögulega verður skipt upp í 2 hópa, fer eftir þátttöku.
Staðsetning:
Efri hæðin á Kaffi Rauðku.
Námsskeiðsgjald:
7.500,- á barn og 50% afsláttur fyrir systkini og frítt fyrir systkini númer þrjú.
Það er öllum velkomið að koma, það má líka koma í stakan tíma, verð fyrir stakan tíma kr. 2.500,-
Skráning :Email: halldora11@gmail.com, taka fram nafn og aldur barns.
Myndir: aðsendar