Laugardaginn 7. mars kl. 15:00 opnar Hulda Hákon sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Á þessari sýningu eru lítil málverk, lágmynd og texti sem tengjast sögum bátsmannsins.

Bakvið eru frásagnir af stöðum þar sem himinn og haf mætast. Staðir  sem segja frá fegurð, þrekvirkjum og viðleitni okkar til þess að treysta öryggi.
Björgunarbátur, sigmaður, skipbrotsmannaskýli, þyrlupallur, forn ógn í hafinu, bauja, vitar og leitarhundur eru meðal myndefnisins.

Hulda er þekkt fyrir lámyndir, texta  og skúlptúra, en hefur líka fengist við málverk.

Verkin eru unnin út frá stöðluðum stærðum málverka í Frakklandi á 19.öld.

Sýningin í Kompunni er opin daglega milli kl. 14.00 og 17.00 til 22. mars.