Kómedíuleikhúsið sýnir hinn vinsæla leik Sigvaldi Kaldalóns í Félagsheimilinu Blönduósi föstudaginn 2. nóvember næstkomandi. Tónskáldið og doktorinn Sigvaldi Kaldalóns átti litríka ævi. Hann tók við læknisembætti í einu afskekktasta læknishéraði landsins fyrir vestan. Víst var lífið þar ekki eins og í einföldum söngleik. Þrátt fyrir það samdi Sigvaldi margar af sínum helstu sönglagaperlum á Kaldalónsárunum.

Rakin verður þessi litríka saga tónskáldsins fyrir vestan og fluttar helstu perlur hans. Má það nefna lögin: Ég lít í anda liðna tíð, Þú eina hjartans yndið mitt og fleiri slagara.

Höfundur/Leikari: Elfar Logi Hannesson
Hljóðfæraleikari: Sunna Karen Einarsdóttir
Leikmynd/Búningar: Marsibil G. Kristjánsdóttir
Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson

Uppbyggingasjóður Vestfjarða styrkir Kómedíuleikhúsið.

Miðasölusími: 847 1852

Sjá nánar um viðburðinn á Facebook:https://www.facebook.com/events/256990758348777/.

 

Af huni.is