Leikskólinn Tröllaborg á Hólum óskar eftir skólaliða í 100% starfshlutfall.
Leikskólinn Tröllaborg er tveggja deilda leikskóli sem rekinn er í tveimur byggðakjörnum, Hofsósi og Hólum. Í vetur eru 27 börn í leikskólanum á aldrinum 1-5 ára. Leikskólinn Tröllaborg er SMT leikskóli og heilsueflandi leikskóli. Unnið er eftir framtíðarsýn Skólastefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Aðalnámskrá leikskóla. Aðaláhersla er á leikinn, læsi, skapandi starf og félagslega færni, með það að markmiði að hver einstaklingur fái notið sín sem best.
Leitað er eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveiganlegum einstaklingi til að starfa með nemendum í leik og starfi. Starfsmaður mun aðstoða í eldhúsi í matar- og neyslutímum og sinna afleysingu inn á deild. Starfmaður mun einnig sinna ýmsum verkum er varða starfsemi leikskólans og yfirmaður segir til um. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, umhyggju, lipurð í mannlegum samskiptum og stundvísi. Menntun og reynsla af sambærilegum störfum er kostur. Krafa er um hreint sakavottorð í samræmi við lög um leikskóla.
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, leikskólastjóri, netf: trollaborg@skagafjordur.is Sími: 453 5760/696 3869.
Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum Íbúagátt. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Umsóknarfrestur er til og með 29. september 2020.