Lögð var fram að nýju tillaga á 306. fundi skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar að deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar sem auglýst var með athugasemdafresti frá 19.10.2023-1.12.2023.

Einnig voru lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartímanum auk samantektar frá Yrki Arkitektum.

Athugasemdir bárust frá fjórum einstaklingum og umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands, Minjastofnun Íslands og Rarik.

Nefndin samþykkti að fella út lóðir við Háveg 64 og 67 í samræmi við athugasemdir Veðurstofu Íslands. Einnig er lagt til að fækka íbúðum og draga úr byggingarmagni á nýjum lóðum syðst á Suðurgötu svo nýbyggingar verði ekki stór hluti heildarbyggingarmagns svæðisins, eins og Veðurstofan bendir á í umsögn sinni.

Lagfæra skal orðalag í gr.3.2.1 í greinargerð og bæta við upplýsingum um umsagnarskyld hús á svæðinu, þ.e. Suðurgötu 58,60 og Háveg 59.

Nefndin samþykkir að skipuleggja græn svæði syðst á Suðurgötu og Laugarvegi, auk þess að leiksvæði við Laugarveg mun halda sér í óbreyttri mynd.

Málið verður tekið upp að nýju á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar þegar búið er að uppfylla ofangreindar breytingar á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð.

Fylgiskjöl: