Í gær varð Umf Glói 27 ára og skrifaði Þórarinn Hannesson eftirfarandi hugleiðingar á facebooksíðu félagsins í tilefni afmælisins..

“Já, í dag eru liðin 27 ár frá því að félagið var stofnað á fjölmennum fundi áhugasamra á Siglufirði. Margt hefur verið brallað og starfsemin verið af ýmsum toga í gegnum árin.

Skipulagðar æfingar í körfubolta, frjálsum, sundi, fimleikum og blaki, leikjanámskeið, íþróttaskólar og Ævintýravikur, ljóðakvöld og ljóðahátíðir, Kvennahlaup, 17. júní hlaup, skógrækt og önnur umhverfismál o.fl. o.fl.

Starfið hefur verið æskunni til heilla og þroska og vonandi okkur sem eldri erum líka.

Starfsemin hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina í takt við samfélagið og eftir efnum og aðstæðum. Það hefur átt sínar hæðir og lægðir en vert er að hafa í huga að þegar félagið var stofnað árið 1994 voru um 340 börn á grunnskólaaldri á Siglufirði en nú eru þau líklega um 120.

Sú fækkun hefur að sjálfsögðu sett sitt mark á allt íþróttastarf á svæðinu.

Í sameinuðu sveitarfélagi hefur starfsemi félagsins einnig teygt sig til Ólafsfjarðar síðustu ár.

Hér koma nokkrar myndir úr starfinu í gegnum tíðina“.

Forsíðumynd/ Umf Glói