Nýverið var leiksvæðið á Hauganesi endurbætt og sett upp ný leiktæki sem henta sérstaklega yngstu notendunum. Þar má nú finna ungbarnarólu, kastala og gorma vegasalt.

Að auki var komið fyrir nýjum ærslabelg og svæðið í kringum hann lagfært. Aðstandendur framkvæmdanna lýsa ánægju með árangurinn og vonast til að leiksvæðið verði fjölsótt og iði af lífi.

Mynd/Dalvíkurbyggð