Í haust tóku sig saman 36 íbúar við norður hluta Hvanneyrabrautar á Siglufirði og lögðu fram undirskriftalista þar sem farið var fram á það við bæjaryfirvöld og vegagerð að þau láti athuga hraðakstur ökutækja í götunni og geri viðeigandi útbætur.
Mörg börn búa við þessa götu og eru oft nálægt götunni að leik. Sérstaklega er ekið hratt frá grindarhliði, fram hjá sundlauginni og út úr bænum.
Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 5. desember 2018 lagði nefndin það til að tæknideild leiti leiða til að hægja á umferð við Hvanneyrabraut.
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir