Vegna ástands Vatnsnesvegar í Húnaþingi vestra verður að lengja aksturstíma barna í skólann á leið 5.

Taflan gildir meðan vegurinn leyfir ekki eðlilegan ökurhraða.

  • 7:20  Þorgrímsstaðir
  • 7:30 Tjörn 1
  • 7:36 Tjörn 2
  • 7:53  Sauðadalsá
  • 8:05  Lindarberg
  • 08:12  Skóli

Eins og kom fram í frétt á Trölla í október 2018 var Vatnsvegur það slæmur á þeim tíma að börnin kostuðu upp í skólarútunni, sjá frétt: BÖRNIN KASTA UPP Í SKÓLAAKSTRI

En lengi getur vont versnað, nú þarf að lengja skólaaksturinn vegna ástandsins, samkvæmt núverandi samgönguáætlun eiga börnin eftir að keyra þennan ferlega veg alla sína skólagöngu. Líka þau sem voru að byrja í 1. bekk núna í haust.

Lauslega reiknað út frá fjölda skóladaga á ári þurfa mörg þessara barna líklega að sitja í bíl á óboðlegum vegi um það bil 85 heilum skóladögum lengur en eðlilegt getur talist, á 10 ára grunnskólagöngu sinni.

Mynd/Grunnskóli Húnaþings vestra