Rignt hefur mikið fyrir norðan að undanförnu og ekki hefur Tröllaskagi farið varhluta af því.
Mesta úrkoman í gær lenti aðeins austar en spár gerðu ráð fyrir, en um hádegisbil í gær bætti í rigningu á Tröllaskaga.
Gert er ráð fyrir að það stytti upp á morgun og íbúar fyrir norðan sjái til sólar.
Leó Ólason sem var staddur á Siglufirði skrapp í skógræktina í Skarðsdal þann 1. ágúst er honum bárust fréttir af því að Leyningsfoss væri mórauður í þessum vatnavöxtum. .
Sagði hann meðal annars. “Leyningsfoss í Skógræktinni á Siglufirði ljúfi, fallegi og hjalandi foss í Skarðdalsskógi gat bara ekki orðið að beljandi mórauðri á sem nánast flæddi yfir bakka sína.
Ég varð auðvitað að kanna þetta sjálfur og þegar farin var svolítill kvöldrúntur með yngra fólkið í pollagöllunum sínum, komumst við að því að þetta var bara tilfellið, svei mér þá”.
Meðfylgjandi eru myndir sem Minný Leósdóttir og Álfhildur Þormóðsdóttir tóku.