Á heimasíðu Menntaskólans á Tröllaskaga segir frá nýnemadeginum sem fram fór miðvikudaginn 12. sept. “Þar var gleðin við völd þegar nýir nemar voru boðnir sérstaklega velkomnir í skólann.
Með heimamönnum glöddust gestir frá Grunnskóla Dalvíkur og Grunnskóla Fjallabyggðar. Keppt var í sápubolta við mikinn fögnuð viðstaddra.
Margir sýndu góða takta á vellinum og áhorfendur nutu tilþrifanna. Innanhúss reyndi fólk sýndarveruleika og skoðaði ýmis tæki í eigu skólans. Veitingar Bjargar runnu ljúflega niður að venju”.
Hægt er að skoða fleiri myndir sem Gísli Kristinsson tók við þetta tækifæri, hér.
Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Gísli Kristinsson