Trilludagar voru á Siglufirði um helgina, þar sem fleiri hundruð gestir sóttu sjóinn og veiddu á sjóstöng.
Ellefu sí kátir trillukarlar sigldu með gesti út á fjörðinn í gær. Kiwanis menn og konur stóðu grillvaktina og framreiddu þúsundir skammta af dýrindis máltíðum úr nýveiddum aflanum. Frábær hópur sem heldur Trilludögum á lofti Snillingarnir Stúlli, Tóti og Gulli fluttu alla bestu slagarana á bryggjunni og gerðu stemminguna einstaka og Landabandið steig á svið eftir hádegið og hélt stemningunni áfram.
Ungliðasveitin Smástrákar sveif um bryggjuna og lét sitt verk ekki eftir sitja. Frábærir krakkar. Björgunarsveitin Strákar önnuðust gæslu á sjó og vakt á bryggju. Frábært framtak allra.
Aðrir hápunktar dagsins voru auðvitað Málþing um síldarstúlkur sem haldið var fyrir fullu Bátahúsi á Síldarminjasafninu og vígsla einstaklega fallegs listaverks sem Ræs hópurinn færði bæjarfélaginu að gjöf.











Myndir og heimild af vefsíðu Fjallabyggðar