Sunnudaginn 1. desember var dagsskrá í Ljóðasetri Íslands í tilefni að því að 100 ár voru liðin frá því að Davíð Stefánsson frá Fagraskógi gaf út ljóðabókina Svartar fjaðrir.

Þórarinn Hannesson fjallaði um lífshlaup Davíðs, ljóð og ástarmál. Einnig voru ljóð hans lesin og sungin. Þau feðgin Þórarinn og dóttir hans Amalía fluttu saman lag við ljóð Davíðs, Amalía söng og Þórarinn spilaði undir á gítar.

Þessi dagskrá er liður í ljóðahátíðinni Haustglæður.

Í ár hefur verið metaðsókn í Ljóðasetur Íslands, gestir eru farnir að nálgast 1600 það sem af er ári.

Gestir Ljóðasetursins nutu stundarinnar

 

Ástarmál Davíðs Stefánssonar báru á góma og þá sérstaklega samband hans við Lullu, sem búsett var á Siglufirði og hafa bréf Davíðs til hennar verið gefin út í bók.