Fjallabyggð hefur lagt niður stöðu markaðs- og menningafulltrúa.

Linda Lea Bogadóttir hefur þar með lokið störfum sem markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar eftir níu ár í starfi. Staðan hefur nú verið lögð niður.

Í kveðju sem hún sendi samstarfsaðilum sínum þakkaði Linda Lea fyrir ánægjulegt og gott samstarf á undanförnum árum. Hún sagði það hafa verið bæði heiður og ánægja að vinna með fjölbreyttum hópi fólks, taka þátt í fjölmörgum verkefnum og kynnast fólki í gegnum starfið.

„Með mér tek ég dýrmæta reynslu, sterk tengsl og góðar minningar héðan úr Fjallabyggð. Fram undan bíða ný tækifæri og ég vona svo sannarlega að leiðir okkar liggi aftur saman í framtíðinni,“ sagði Linda Lea í kveðju sinni.