Fengum nýlega þessa fyrirspurn frá lesanda:

Heyrst hefur að mála eigi norska sjómannaheimilið í sumar. Spurning á að mála húsið í sumar og væri möguleiki að fá fagmann til að velja litinn?
( ætti að vera í áberandi lit að mínu mati helst dumbrautt ef sá litur er til ).

Svar frá Fjallabyggð:
Við fáum ráðleggingar varðandi málun á Tónskólanum og einnig á Ráðhúsinu sem verður líka málað í sumar.

—–

Trölli.is kannaði hver ráðleggur, og það mun vera Jón Steinar Ragnarsson, sem er okkur að góðu kunnur fyrir smekklegt litaval á mörgum byggingum á Siglufirði. Hvort sjómannaheimilið ( tónskólinn ) verður dumbrautt vitum við ekki ennþá, Jón Steinar mun koma fram með nokkrar tillögur sem síðan þarf að fjalla um til að ákveða litinn endanlega.

ÞAÐ MÁ SENDA OKKUR NAFNLAUSA SPURNINGU OG VIÐ LEITUM SVARS:

TILVALIÐ AÐ SENDA OKKUR SPURNINGU, T.D. VARÐANDI SAMFÉLAGSMÁL OG ÞESS HÁTTAR.
VIÐ ÁSKILJUM OKKUR ALLAN RÉTT TIL AÐ ÁKVEÐA HVORT SPURNINGIN EÐA SVARIÐ VERÐA BIRT.
FARIÐ INN Á: HAFA SAMBAND TIL AÐ BERA FRAM SPURNINGU.

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir