Læðan Lóa sem er til húsa að Túngötu 18 á Siglufirði hafði ekki skilað sér heim í 6 daga.

Heimilisfólkið hafði miklar áhyggjur af henni, enda hafði hún aldrei verið svona lengi að heiman.

Eigandinn leitaði meðal annars við Mjölhúsið á Siglufirði og kallaði fyrir utan á kisu, hún svaraði með mjálmi til baka og var frelsinu fegin þegar henni var hleypt út.

Lóa var ánægð að koma heim í hlýjuna en var ekki svöng, enda eflaust nóg að veiða fyrir svangar kisur í Mjölhúsinu.

Heimasæturnar á Túngötu 18 voru afskaplega ánægðar að fá Lóu sína heim, heila á húfi.

Sjá frétt: Hún Lóa er týnd á Siglufirði