Í dag klukkan 16:00 byrjar lögreglan sitt árlega Twitter Maraþon #löggutíst þar sem hún sýnir betri innsýn inn í margvísleg störf lögreglunnar.

Lögreglan mun nota Twitter til að greina frá útköllum og verkefnum sem þeim berast milli klukkan 16-04.

Myllumerkið #löggutíst verður notað á meðan á þessu stendur.

Skemmtilegast finnst lögreglunni að fá viðbrögð frá lesendum við tístinu. Hægt að fylgjast með á twitter þótt lesendur séu ekki með twitter reikning.

Mark Duffield að gera klárt fyrir vaktina í Fjallabyggð

 

Þrjú lögreglulið taka þátt: 
Lögreglan á Norðurlandi eystra mun tísta frá sínum notendaaðgangi: @logreglanNE
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun tísta frá sínum notendaaðgangi: @logreglan
Lögreglan á Suðurnesjum mun tísta frá sínum notendaaðgangi: @sudurnespolice

Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra